Viðskiptaskilmálar

1. Um viðskiptaskilmála þessa

Viðskiptaskilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Intuens segulómun ehf til neytenda. Skilmálarnir eiga við hvort sem viðskipti fara fram í rannsóknarstöðvum Intuens eða í fjarsölu, til dæmis í netverslun félagsins á https://www.intuens.is

Intuens segulómun ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu intuens.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út. Skilmálar þessir teljast staðfestir með staðfestingu á kaupum og/eða greiðslu fyrir viðskiptin.

2. Skilgreiningar

Seljandi er Intuens segulómun ehf kt. 641122-0330. Hér eftir nefndur Intuens. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á kaupnótu. Komi nafn kaupanda ekki fram á kaupnótu telst kaupandi sá sem greiðir fyrir viðskiptin. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla í vefverslun Intuens.

3. Réttur til að falla frá kaupum þegar verslað er í vefverslun á www.intuens.is

Réttur til að falla frá kaupum:

Kaupandi hefur rétt til að falla frá kaupum í vefverslun intuens.is án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá kaupum, séu minnst 14 dagar þar til þjónustan er veitt. Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir að gengið var frá samningi um kaup eða þann dag sem kaupandi hefur fengið þjónustuna eða vöruna veitta. Til þess að nýta réttinn til að falla frá kaupum þarf kaupandi að tilkynna Intuens ákvörðun sína um að falla frá kaupum með ótvíræðum hætti, t.d. með tölvupósti á intuens@intuens.is.

Til að fresturinn teljist virtur nægir kaupanda að senda tilkynningu um að hann neyti réttar síns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.

4. Verð og verðbreytingar

Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Intuens sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta átt sér stað fyrirvaralaust vegna verðbreytinga frá birgja, gengisskráningar eða annarra utanaðkomandi þátta. Verðbreytingar sem eiga sér stað eftir að pöntun er staðfest hafa ekki áhrif á viðkomandi pöntun nema um sé að ræða innsláttarvillu eða mistök við skráningu á verði. Í þeim tilfellum er haft samband við kaupanda og honum gefinn kostur á að falla frá kaupum.

5. Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

6. Fyrirtækisupplýsingar

Intuens segulómun ehf.
Brautarholti 26, 105 Reykjavík
Sími: 564 5080
Kennitala: 641122-0330

14. Gildistími

Skilmálar gilda frá 1. mars, 2023

Viðskiptaskilmálar

1. Um viðskiptaskilmála þessa

Viðskiptaskilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Intuens segulómun ehf til neytenda. Skilmálarnir eiga við hvort sem viðskipti fara fram í rannsóknarstöðvum Intuens eða í fjarsölu, til dæmis í netverslun félagsins á https://www.intuens.is

Intuens segulómun ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu intuens.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út. Skilmálar þessir teljast staðfestir með staðfestingu á kaupum og/eða greiðslu fyrir viðskiptin.

2. Skilgreiningar

Seljandi er Intuens segulómun ehf kt. 641122-0330. Hér eftir nefndur Intuens. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á kaupnótu. Komi nafn kaupanda ekki fram á kaupnótu telst kaupandi sá sem greiðir fyrir viðskiptin. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla í vefverslun Intuens.

3. Réttur til að falla frá kaupum þegar verslað er í vefverslun á www.intuens.is

Réttur til að falla frá kaupum:

Kaupandi hefur rétt til að falla frá kaupum í vefverslun intuens.is án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá kaupum, séu minnst 14 dagar þar til þjónustan er veitt. Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir að gengið var frá samningi um kaup eða þann dag sem kaupandi hefur fengið þjónustuna eða vöruna veitta. Til þess að nýta réttinn til að falla frá kaupum þarf kaupandi að tilkynna Intuens ákvörðun sína um að falla frá kaupum með ótvíræðum hætti, t.d. með tölvupósti á intuens@intuens.is.

Til að fresturinn teljist virtur nægir kaupanda að senda tilkynningu um að hann neyti réttar síns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.

4. Verð og verðbreytingar

Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Intuens sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta átt sér stað fyrirvaralaust vegna verðbreytinga frá birgja, gengisskráningar eða annarra utanaðkomandi þátta. Verðbreytingar sem eiga sér stað eftir að pöntun er staðfest hafa ekki áhrif á viðkomandi pöntun nema um sé að ræða innsláttarvillu eða mistök við skráningu á verði. Í þeim tilfellum er haft samband við kaupanda og honum gefinn kostur á að falla frá kaupum.

5. Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

6. Fyrirtækisupplýsingar

Intuens segulómun ehf.
Brautarholti 26, 105 Reykjavík
Sími: 564 5080
Kennitala: 641122-0330

14. Gildistími

Skilmálar gilda frá 1. mars, 2023