Um okkur

Intuens er búið einum afkastamesta segulómunarbúnaði landsins, sem sameinar háþróaða tækni og gervigreind til að skila framúrskarandi árangri. Með því að nota gervigreind skerpum við myndgæði og tryggjum skýrari og nákvæmari greiningar, á sama tíma og rannsóknartíminn er styttri fyrir skjólstæðinga okkar.

Við leggjum áherslu á að veita skjótan og áreiðanlegan aðgang að greiningu, þar sem nýjustu framfarir í læknisfræði og tækni mætast. Með sérfræðingum sem búa yfir víðtækri reynslu og umhyggju fyrir vellíðan viðskiptavina okkar, tryggjum við að hver rannsókn sé unnin með fagmennsku og nákvæmni að leiðarljósi.

Hjá Intuens starfa sérfræðilæknar í myndgreiningu og heimilislækningum ásamt geislafræðingum með víðtæka reynslu.

 

Markmið okkar er að gera heilbrigðisþjónustu skilvirkari og bjóða upp á bestu mögulegu greiningartækifærin fyrir alla sem treysta á þjónustu okkar. Við vinnum stöðugt að því að vera í fararbroddi í heilbrigðistækni – til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

Intuens

Intuens nýtir sér nýjustu segulómtækni frá Philips til að varpa ljósi á ýmsa kvilla og sjúkdóma. Við störfum gegn tilvísun læknis.

Rannsóknarstofa Intuens er að Brautarholti 26, 105 Reykjavík.