• Skoðunin

    Rannsóknin sjálf tekur 45 mínútur og er framkvæmd í Brautarholti 26 þar sem Intuens er staðsett. Þar tekur geislafræðingur á móti þér í hlýlegu umhverfi, þú færð föt hjá okkur og getur valið þér eitthvað til að horfa á í rannsókninni.

  • Niðurstöður

    Eftir rannsóknina ferðu heim og það tekur að jafnaði 10-14 daga að fá niðurstöðurnar sem eru yfirfarnar og gefnar út af röntgenlæknum okkar.

    Skýrslan kemur til þín með tölvupósti og í kjölfarið færðu einnig símtal frá okkar læknum sem fara yfir niðurstöðurnar með þér. Skýrslan kemur á ensku en það eru íslenskir læknar sem hringja og fara yfir hana með þér.

  • Eftirfylgni

    Ef það þarf að bregðast við einhverju þá komum við því í ferli, en okkar læknar sjá um að tilvísa annað ef þarf og eftir atvikum.