Skilmálar vegna segulómskoðunar
Með undirritun staðfestir undirritaður þjónustuþegi, að hafa lesið, skilið og samþykkt þessa skilmála fyrir sitt leyti eða sem lögráðamaður fyrir hönd ólögráða einstaklings sem komið er fram fyrir hönd, sbr. ákvæði lögræðislaga, nr. 71/1997, einkum V. kafla laganna.
Skilmálar þessir gilda umsegulómskoðanir Intuens segulómskoðunar ehf., og mat og greiningu mynda sem teknar eru við slíkar skoðanir.
Í skilmálunum er m.a. gerð grein fyrir ávinningi, áhættu og takmörkunum þess að undirgangast segulómskoðun hjá Intuens segulómskoðun ehf. (hér eftir „Intuens“) og fá myndgreiningarþjónustu þá sem veitt er eins og nánar kemur fram á vefsíðu félagsins, www.intuens.is. Í skilmálunum er einnig útskýrt hvernig upplýsingar um þig verða varðveittar og notaðar eftir að rannsóknin hefur verið framkvæmd og réttindum þínum. Áður en þjónustuþegi undirritar þessa skilmála er viðkomandi heimilt að óska frekari upplýsinga hjá Intuens eða leita utanaðkomandi ráðgjafar af hvers kyns tagi.
I. Intuens Segulómun ehf.
Intuens veitir þjónustu sem felur í sér segulómskoðanir og mat og greiningu mynda sem teknar eru. Um er að ræða heilbrigðisþjónustu í skilningi laga nr. 40/2007 og fer starfsemin fram samkvæmt leyfi og eftirliti landlæknis, sbr. lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007. Um starfsemina gilda einnig ýmis önnur lög og reglugerðir settar skv. þeim, m.a. lög um sjúkraskrár, nr. 55/2009, lög um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, lög um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997, lög um lækningatæki, nr. 16/2001 og lög um persónuvernd og vinnslu upplýsinga, nr. 90/2018. Þjónusta Intuens er ýmist veitt af geislafræðingum, læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki sem starfar fyrir eða með Intuens. Félagið veitir enn frekari upplýsingar um starfsemina á heimasíðunni www.intuens.is auk þess sem unnt er að óska frekari upplýsinga.
II. Vegna segulómskoðunar
Læknir sendir tilvísun í segulómskoðun telji hann rannsóknina viðeigandi fyrir þig. Í bókunarferlinu þarf jafnframt að svara mikilvægum spurningum og er það liður í því að tryggt sé að rannsóknin sé örugg og að hana megi undirbúa með fullnægjandi hætti. Svör þín við slíkum upplýsingum verða geymdar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
Í segulómskoðun hjá Intuens felst að teknar eru sneiðmyndir af líkama þjónustuþega með segulómtækni. Myndirnar eru geymdar og svo metnar og greindar og grein gerð fyrir niðurstöðum með skýrslu. Þjónusta er veitt af læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki sem starfar fyrir og eða með Intuens. Skýrsla með niðurstöðum segulómskoðunar og myndir verðar gerðar þér aðgengilegar og tilvísandi lækni sem pantaði segulómskoðunina. Lækninum sem sendi tilvísun í skoðunina ber að fylgja málinu eftir og þar með útskýra skýrsluna fyrir skjólstæðingi.
III. Ávinningur
Segulómskoðun getur leitt í ljós sjúkdóma eða önnur frávik líkamlegs ástands. Með skoðuninni má greina yfir 400 mismunandi sjúkdóma, blóðtappa og bólgur. Skoðun sem framkvæmd er nægilega tímanlega getur leitt til greiningar áður en einkenna verður vart, t.d. í tilviki krabbameins, en slíkt getur bæði haft áhrif á möguleika til meðferðar og árangur sem af henni getur hlotist. Niðurstöður geta einnig sýnt breytingar sem ekki þurfa að vera illkynja og getur vitneskja þar að lútandi komið í veg fyrir ranga greiningu í framtíðinni. Niðurstöður geta varpað ljósi á undanfara sjúkdóma eða áhættuþætti og vitneskja þar að lútandi getur hjálpað þér að taka upplýstari ákvörðun í kjölfarið, t.d. til lífsstílsbreytinga o.s.frv. Upplýsingar sem aflað er með segulómskoðuninni eiga að geta hjálpað þér og heilbrigðisstarfsmanni að taka upplýstari ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu.
IV. Áhætta
Segulómskoðun er læknisfræðileg rannsókn sem veldur engri röntgengeislun. Intuens framkvæmir segulómskoðanir ekki nema að undangenginni svörun gátlista vegna þess að einstök atriði geta leitt til þess að í undantekningartilvikum er ekki unnt að framkvæma rannsóknina án áhættu, t.d. ef viðkomandi hefur gangráð. Þá getur vitneskja um t.d. gervilið eða ígræðslur gefið ástæðu til frekari upplýsingaöflunar áður en til rannsóknarinnar getur komið. Segulómskoðun getur leitt í ljós sjúkdóm eða ástand sem fyrir hendi er, en ekki er unnt að meðhöndla af einhverjum ástæðum og upplýsingar af því tagi kunna jafnframt að hafa áhrif á upplýsingaskyldu hlutaðeigandi gagnvart vátryggingarfélagi í tengslum við töku líf- og sjúkdómatryggingar.
Falskt jákvæðar niðurstöður. rannsóknin getur gefið rangar jákvæðar niðurstöður og óvæntar niðurstöður geta leitt til frekari rannsókna á sjúkdómum sem eru í raun ekki sjúkdómar. Það er hins vegar alltaf hætta á falskt jákvætt niðurstöðum í myndgreiningarannsóknum, hvort sem um ræðir segulómrannsókn eða aðrar rannsóknaraðferðir. Með tækniframþróun hefur slíkum tilfellum fækkað til muna.
Falskt neikvæðar niðurstöður: rannsóknin getur gefið rangar neikvæðar niðurstöður, þ.e., gefið til kynna að ekki sé sjúkdómur til staðar sem er til staðar og þannig jafnvel leitt til þess að einkenni séu í kjölfarið hunsuð. Eftir því sem tækin hafa betri greiningargetu dregur þó úr áhættunni á þessu.
V. Takmarkanir segulómskoðunarinnar
Segulómskoðuninni er ætlað að greina ákveðna sjúkdóma eða breytingar við eins góðar aðstæður og mögulegt er. Þrátt fyrir nýjustu tækni og nákvæmi við greiningu mynda þá geta, líkt og í tilviki annarrar læknisfræðilegrar skoðunar, ýmsir þættir leitt til þess að sjúkdómur eða einkenni af einhverju tagi greinast ekki vegna atriða sem ekki verður séð við. Það getur t.d. verið vegna ófullnægjandi stöðu eða hreyfingar líkamans, vegna þess á hvaða stigi sjúkdómur er eða vegna annarra lífeðlisfræðilegra þátta. Framangreint eða aðrir þættir geta og leitt til þess að t.d. æxli eða annað greinist ekki ef umfang er undir tilteknum mörkum, jafnvel þótt slíkt kunni að greinast við skoðun sem síðar er framkvæmd. Segulómskoðun getur líka bent til þess að fyrir hendi séu sjúkdómar, en frekari skoðun leitt í ljós að sú sé ekki raunin. Intuens ber ekki ábyrgð á því ef niðurstöður segulómskoðunar leiða ekki í ljós tiltekinn sjúkdóm eða ef frekari skoðun er framkvæmd að ófyrirsynju vegna þess að rannsókn gefur ranglega til kynna sjúkdóm.
Þannig gilda jafnframt eftirfarandi takmarkanir um segulómskoðanir á öllum líkamanum:
Þær geta stutt við en er ekki ætlað að koma í veg fyrir eða koma í stað sérstakra skimana fyrir ákveðnum sjúkdómum (þar með talið en ekki takmarkað við ristilspeglun, brjóstaskimun, skimun fyrir leghálskrabbameini og lugnaskimun).
Þær eru skilvirkar við geriningu meina sem eru 1 cm í þvermál eða stærri í höfði, hálsi, brjósti, maga og mjöðm en útilokað er að greina öll frávik og sjúkdóma.
Þær eru takmarkaðar við slagæðagúlp sem er 3 mm í þvermál eða stærri.
Þær meta ekki ástands hjarta eða hjartaæða.
Þær eru ekki fullkomin rannsókn á æðakerfi.
Þær eru ekki fyrsta rannsókn varðandi lungu, og greina ekki alla lungnasjúkdóma. Tölvusneiðmynd er hentugasta aðferðin til að greina lungu.
Þær greina takmarkað stór liðamót á þann hátt að rannsóknin gerir ekki ítarlega greiningu á liðamótum (þ.m.t. en ekki takmarkað við slitgigt, liðþófa og liðvör í mjaðmalið).
Þeim er ekki ætlað að greina ástand húðar.
Þeim er ekki ætlað að koma í stað sérhæfðra skimana og myndatöku á einstökum líkamspörtum vegna tiltekinna greininga.
Ekki eru teknar myndir af höndum og handleggjum í segulómskoðun af öllum líkama.
VI. Hugsanlegar niðurstöður
Markmið segulómskoðunar hjá Intuens er að greina sjúkdóma snemma og auka þar með líkurnar á því að hægt sé að lækna þá. Intuens sendir þeim sem undirgangast rannsókn hjá félaginu skýrslu á tölvutæku formi þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum. Ef niðurstöður gefa eitthvað alvarlegt til kynna skal tilvísandi læknir enn fremur hafa samband til að fara yfir niðurstöður. Ágætt er að hafa í huga að þótt sjúkdómur greinist ekki felur það ekki í sér tryggingu fyrir því að sá er undirgengist hefur segulómskoðunina glími ekki við einhvern sjúkdóm og mælir Intuens með því að hver og einn taki ákvarðanir sem lúta að eigin heilsu í samráði við heilbrigðisstarfsmann.
VII. Persónuvernd, gagnaöryggi, afsal fjárhagslegs ávinnings vegna gagna
Upplýsingar um varðveislu heilsufarsupplýsinga þjónustuþega og persónuverndarstefnu félagsins, þ.á.m. réttindi varðandi slíkar upplýsingar, er að finna á https://www.intuens.is/fridhelgisstefna eða verða gerðar aðgengilegar þér sé þess óskað með því að senda tölvupóst á intuens@intuens.is.
Þær persónuupplýsingar sem Intuens fær frá þjónustuþega eða þriðja aðila í tengslum við segulómskoðun, eru notaðar til þess að efna samning og veita umsamda þjónustu. Liður í því að veita þjónustu er að miðla upplýsingum til greiningaraðila félagsins. Heimild til þessa er í 2. tl. 1. mgr. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Um Söfnun persónuupplýsinga og vinnslu þeirra af hálfu Intuens fer samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.
Intuens notar sömuleiðis persónuupplýsingar í þeim tilgangi að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á veitanda heilbrigðisþjónustu um að halda sjúkraskrá um meðferðina, sbr. lög nr. 55/2009 og reglugerð nr. 550/2015. Heimild til þessa er í 3. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga. Intuens kann einnig að nýta persónuupplýsingar um þjónustuþega í markaðslegum tilgangi, svo sem til þess að auka eða bæta þjónustu og vöruframboð, enda er þá gætt ákvæða persónuverndarlaga. Intuens áskilur sér rétt til að útbúa ópersónulegar tölfræðilegar samantektir tengdar notkun á þjónustunni. Heimild til þessa er í 6. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga. Þjónustuþegi getur þó óskað eftir því að upplýsingarnar séu ekki nýttar í markaðslegum tilgangi. Þjónustuþegi afsalar sér kröfum til fjárhagslegs ávinnings sem kann að hljótast af rannsókninni eða varðveislu og vinnslu gagnanna til Intuens.
Samkvæmt lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009, er óheimilt að eyða upplýsingum úr sjúkraskrá nema með samþykki landlæknis. Aðrar upplýsingar sem við geymum um þig eru geymdar eins lengi og nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Einstaka upplýsingar geta verið geymdar lengur ef sérstakar reglur gilda t.d. skatta- eða bókhaldslög.
VIII. Ábyrgð og skaðleysi
Að því marki sem lög mæla ekki fyrir um annað, ber Intuens, starfsmenn þess, stjórnarmenn eða samstarfsaðilar, ekki ábyrgð á tjóni eða kostnaði, hverju nafni sem slíkt tjón eða kostnaður kann að veranefnt,semþjónustuþegiverðurfyrir,hvortsemslíkttjóneðaslíkurkostnaðurerbeinneðaóbeinn og leiðir af þjónustu Intuens við þjónustuþega. Þetta gildir nema sýnt sé fram á að tjónið eða kostnaðurinn sé kominn til vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis Intuens, starfsmanna eða aðila sem félagið á í samstarfi við til að veita sína þjónustu. Sama á við um allt tjón eða kostnað sem þriðji aðili kann að verða fyrir í tengslum við Intuens eða þjónustu samkvæmt þessum samningi.
IX. Samskipti og upplýsingagjöf
Þjónustuþegi samþykkir að tilkynningar, upplýsingagjöf og önnur samskipti við Intuens fari fram með tölvupóstiogí gegnumvefsíðufélagsins.ÍþessufelstmeðalannarsaðtilkynningarsemIntuenssendir teljast mótteknar sama dag og Intuens sendir tilkynningar, upplýsingar eða annað með rafrænum hætti. slík rafræn samskipti eins og lýst er í þessum kafla.
X. Notkun upplýsinga
Þjónustuþegi samþykkir að Intuens megi nýta og safna ópersónugreinanlegum upplýsingum úr greiningu og niðurstöðum segulómskoðunar í rannsóknar- og þróunartilgangi. Upplýsingar þínar verða að öðru leyti aðeins notaðar til að gera grein fyrir niðurstöðum með skýrslu sem gerðar verða þér og tilvísandi lækni aðgengilegar.
XI. Varnarþing og lög
Um skilmála þessa gilda íslensk lög.
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða þjónustu sem Intuens veitir skal ágreiningur lagður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til úrlausnar.
Undirritun
Með undirskrift minni staðfesti ég að ég hafi náð 18 ára aldri og hafi lesið og skilið þessa skilmála og að mér hafa verið veittar fullnægjandi upplýsingar um þá segulómskoðun sem Intuens veitir, þ.m.t. tilgang, eðli og áhættu rannsóknarinnar. Ég hef fengið tækifæri til að spyrja nánar um atriði sem mér voru ekki ljós og hef fengið fullnægjandi svör við spurningum mínum. Mér er ljóst að Sjúkratryggingar Íslands muni ekki greiða kostnað vegna segulómskoðunar að neinu leyti.
Jafnframt staðfesti ég með undirskrift minni að mér sé ekki ráðlagt að taka ákvarðanir er varðar heilbrigði mitt sem byggja á niðurstöðum rannsóknar nema að hafa ráðfært mig við heilbrigðisstarfsmann. Ég geri mér grein fyrir því að niðurstöður segulómskoðunar byggja á upplýsingum sem ég hef veitt Intuens og mun rannsóknin því ekki gefa réttar niðurstöður nema að uppgefnar upplýsingar séu nákvæmar og réttar.
Ég geri mér ljóst að ófyrirséð vandamál geta komið upp á meðan rannsókn stendur og samþykki að á þeim verði tekið eftir þörfum svo fremi sem slíkt verði gert á vel rökstuddan og gagnreyndan hátt.
Ég staðfesti að Intuens megi nýta og safna ópersónugreinanlegum upplýsingum úr greiningu og niðurstöðum segulómskoðunar í rannsóknar- og þróunartilgangi.