Segulómrannsóknir

Við framkvæmum rannsóknir með fremstu segulómtækni landsins gegn tilvísun frá lækni

Hvað er Intuens?

Intuens er ný segulómrannsóknarstöð í Brautarholti 26, sem búin er fremsta segulómtækjabúnaði landsins.

Mikið hefur verið lagt í allan aðbúnað til að gera dvölina sem þægilegasta, á meðan rannsókn stendur.

Markmiðið

Markmið Intuens, er að veita þeim sem þurfa á segulómrannsókn að halda - aðgang að fremstu segulómtækjum sem völ er á.

  • Tækin okkar eru hraðvirkari, þannig að hver rannsókn tekur styttri tíma.

  • Tækin okkar taka myndir í hærri upplausn, notast er við gervigreind sem skerpir upplausn myndanna og gerir þær þannig skýrari.

  • Tækin okkar eru hönnuð með þægindi sjúklings að leiðarljósi og hafa hlotið hönnunarverðlaunin Red Dot. Hægt er að horfa á Netflix inni í tækinu á meðan á rannsókn stendur. Opið í tækið er 70cm í þvermál, á meðan flest önnur tæki eru 60cm í þvermál.

Tæknin

Intuens notar nýjustu segulómtækni frá Philips til að taka sneiðmyndir af líkamanum. Segulómun, eða MRI, er mjög öflug greiningaraðferð sem snýst um að taka nákvæmar myndir af líffærum, beinum, vöðvum og æðum með því að nota sterkt segulsvið og útvarpsbylgjur.

Einn helsti kosturinn við segulómun er að ekki er um neina skaðlega röntgengeislun að ræða.

Þægindi skapa traust

Þægindi sjúklinga skipta sköpum við segulómskoðun. Því betur sem sjúklingurinn slakar á í tækinu, þeim mun auðveldara er að liggja kyrr - sem skilar sér í betri myndgæðum. Þetta er einmitt markmiðið á bak við Philips MR5300 segulómtækin sem Intuens notar, sem þykja skapa nýtt viðmið í þægindum sjúklinga. Philips MR5300 er umhverfisvænt segulómtæki að því leyti að það notar ekki 2000L af helíum eins og önnur tæki á Íslandi.

Auk þess að nota snjalltækni sem dregur verulega úr tímanum inni í tækinu er mikil áhersla lögð á upplifun notenda í gegnum ferlið. Opið er sérstaklega stórt eða 70 sentimetra breitt og hægt er að horfa á Netflix á meðan á skoðun stendur.