
Heilskoðun
Örugg, einföld og ítarleg
(greiðsludreifing í boði)
Verð 300.000 kr.
Hvað er heilskoðun?
Heilskoðun felur í sér nákvæma segulómskoðun á líkama þínum.
Þú færð ítarlega skýrslu frá röntgenlækni okkar um stöðu helstu líffæra, beina og æðakerfis.
Í skýrslunni kemur fram hvað fannst (ef eitthvað), af hverju það skiptir þig máli og hvernig þú gætir brugðist við.
Slíkar upplýsingar um sjálfan þig hjálpa þér að taka upplýstar ákvarðanir sem geta bætt lífsgæði þín.
Þegar skýrslan þín er tilbúin fara læknar okkar yfir hana með þér og ráðleggingar þeirra byggja á niðurstöðum hennar.
Þú getur tekið frá tíma hér á heimasíðunni eða haft samband við okkur fyrir frekar upplýsingar í síma 546 5080 eða sent okkur línu á intuens@intuens.is
Þekking er máttur
Skönnunin okkar er örugg og áhrifarík. Intuens getur greint yfir 400 mismunandi sjúkdóma eins og krabbamein, blóðtappa og bólgur áður en einkenna verður vart ásamt ýmissa stoðkerfisvanda.
Jafnvel þótt ekkert ami að, þá eru margir kostir við að eiga segulómmyndir af sér heilbrigðum. Ef þú veikist síðar meir, þá getur verið hjálplegt að geta séð hvernig líkaminn hefur þróast yfir tíma og hvaða breytingar hafa átt sér stað.
Með nákvæmar upplýsingar í þínum höndum, getur þú tekið upplýstar ákvarðanir um heilsuna.
Þegar kemur að heilsunni, þá er þekking máttur. Intuens færir þann mátt í þínar hendur.
Hvernig getur heilskoðun hjálpað þér?
Snemmgreining sjúkdóma: segulómun af öllum líkama getur greint heilsufarsvandamál á frumstigi, oft áður en einkenni koma fram. Með því aukast líkurnar á árangursríkri meðferð og batahorfum.
Saga um illvíga sjúkdóma. Hjá ákveðnum áhættuhópum, eins og þeim sem eru með fjölskyldusögu um krabbamein eða erfðafræðisjúkdóma, er þessi rannsóknaraðferð hentugur kostur þar sem hægt er að greina krabbamein á frumstigi.
Sumir einstaklingar eru í áhættuhópi eða eru jafnvel með óútskýrð einkenni sem ekki hefur tekist að finna lausn á. Í þeim tilfellum er augljóst að það getur verið gagnlegt fyrir viðkomandi að fara í segulómun af öllum líkama til að reyna finna lausn.
Hátt næmi: segulómun af öllum líkama er næm rannsókn sem gefur skýrar myndir þar sem hægt er að greina fíngerðar breytingar í líkamanum. Rannsóknin getur gefið til kynna ef æxli er til staðar eða aðrar mikilvægar breytingar í líkamanum. Það getur verið sérstaklega gagnlegt að nota segulómun sem skimunaraðferð í þeim tilfellum þar sem erfitt er að greina krabbamein með öðrum skimunaraðferðum eins og röntgenmyndatöku af brjóstum eða PSA prófi.
Skaðlaus rannsókn: segulómun af öllum líkama er skaðlaus rannsókn þar sem engin jónandi geislun er til staðar.
Alhliða rannsókn: segulómun af öllum líkama veitir yfirgripsmikla sýn á líkamann sem gerir kleift að greina sjúkdóma á mörgum svæðum í einu. Þetta getur sparað fjármagn og tíma auk þess að draga úr þörfinni á frekari rannsóknum, þar sem einkenni geta birst á öðrum stað í líkamanum heldur en á þeim stað sem meinið er á.
Af hverju er nauðsynlegt að greina sjúkdóma fyrr?
1 af hverjum 3 fær krabbamein á lífsleiðinni
50% krabbameina uppgötvast of seint
Lífslíkur eru um 20% þegar krabbamein greinist of seint
Lífslíkur eru 80% þegar krabbamein greinist nægilega snemma
Um Intuens
Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri og geislafræðingur hjá Intuens, segir frá starfsemi Intuens og útskýrir hvað felst í heilskoðun.
Hvað gæti rannsóknin haft í för með sér annað en ítarlegar upplýsingar um stöðu líkamans?
Falskt jákvæðar niðurstöður. rannsóknin getur gefið rangar jákvæðar niðurstöður og óvæntar niðurstöður geta leitt til frekari rannsókna á sjúkdómum sem eru í raun ekki sjúkdómar. Það er hins vegar alltaf hætta á falskt jákvætt niðurstöðum í myndgreiningarannsóknum, hvort sem um ræðir segulómrannsókn eða aðrar rannsóknaraðferðir. Með tækniframþróun hefur slíkum tilfellum fækkað til muna.
Falskt neikvæðar niðurstöður: rannsóknin getur gefið rangar neikvæðar niðurstöður, þ.e., gefið til kynna að ekki sé sjúkdómur til staðar sem er til staðar og þannig jafnvel leitt til þess að einkenni séu í kjölfarið hunsuð. Eftir því sem tækin hafa betri greiningargetu dregur þó úr áhættunni á þessu.